top of page

 Truflun samsjónar (non strabismic binocular vision anomaly (NSBVA)): 

- Skert samvísun augna (convergence insufficiency) eða skert frávísun augna (divergence insufficiency) 

- Offvirk samvísun (convergence excess) eða ofvirk frávísun (divergence excess). 

- Rangeygð jafnmikil nær og fjær (basic eso/exo).  Það getur  skapað  einkenni bæði við nærlit og fjærlit.   

- Fusional vergens dysfunction (skerðing á samrunasvigrúmi augnhreyfinga). Augun sjá hvort sína myndina sem á að túlkast sem ein mynd.  Það gerist við samruna(fusion) myndanna í heila  þar sem þær skynjast sem ein mynd. Augun hafa ákveðið hreyfisvigrúm (vergence) hvort fyrir sig en ef þetta hreyfisvigrúm er mjög lítið getur það orsakað tvísýni (verður ekki fullkominn samruni myndanna) og það veldur óþægilegri sjónupplifun. 

- Truflun í sjónstillingu - hún getur verið vanvirk (insufficiency) eða ofvirk (excess) eða bæði  (infacility), auk þess getur verið um skort á sjónstillingarúthaldi (ill-sustained accommodation) að ræða. 

- Truflun í fylgihreyfingum augna (oculomotor dysfunction = truflun í saccadic/pursuit augnhreyfingum (fylgihreyfingar eru hreyfingar augna þegar við fylgjum línum í bók eða bolta á ferð). 

 

Ofangreindir gallar geta allir truflað samsjón, skapa óskýra sjón og skapa augnþreytu og augnóþægindi, skert úthald einstaklinga svo sem við lestur, skjávinnu eða einfaldlega að horfa af bók/skjá og upp á töflu fram og til baka. 

Lestur er einna mikilvægastur í námi barns. Við lestur þarf sjónstilling að vera eðlileg auk fylgihreyfinga augna. Ójafnvægi í þessum þáttum - og ójafnvægi í samþættingu skynjunar og hreyfinga augnvöðva (ytri augnvöðva og sjónstillingarvöðva) getur leitt til sjónstillingar truflunar og / eða truflunar á samsjón. Truflun í sjónkerfi (augu og heilaúrvinnslu, þ.e.a.s. sjón og samsjón) hefur áhrif á vitræna þróun einstaklinga og námsgetu. Einkenni eins og augnþreyta/verkur, tvísýni, tin á texta, óskýr sjón nær, fjær eða bæð benda til vandamála í sjónkerfinu sem getur haft áhrif á einbeitingu, námsúthald og námsgleði og ber að skoða ef ofangreind einkenni eru til staðar. Hafa ber í huga að börn á fyrstu stigum grunnskóla kvarta oft lítið en einbeitingaskortur og úthaldsleysi við lestur gætu verið einkenni um óeðlilega samsjón.  

 

Með aukinni notkun á tölvum og snjallsímum  hefur álag augna við nærvinnu aukist og því má búast við að fleiri hafi einkenni en áður. Munið að eiginleikinn að geta séð nálægt sér þrautalaust er ekki sjálfsagður. Fjöldi vöðva þurfa að vinna átakalaust saman og samhæfing þeirra og heila þarf að vera hnökralaus. Sumir halda að nærvinna og lestur þjálfi augun og þetta hljóti allt að ,,reddast" þannig en reyndin er að í mörgum tilvikum dugar þetta ekki til. Þegar ekki er gætt að jafnvægi geta sumir vöðvar ofþjálfast á kosnað annara með tilheyrandi óþægindum og úthaldsleysi.

2M0A2445.JPG
2M0A2448.JPG
bottom of page