top of page

Rangeygð:

 

Rangeygð er þegar augun vinna ekki saman og það leiðir til truflunar á samsjón (binocular vision) sem orsakar skerta dýptarskynjun. Skert sjón á öðru auga hefur í för með sér truflun á dýptarskyni.

Við skoðun er staða augna og hreyfigeta metin og hvort sé til staðar augntin (nystagmus). Hægt er að beita ýmsum prófunaraðferðum. Til að meta hvort heilinn sé að nýta upplýsingar frá báðum augum er notast við rauð-græn og þrívíddargleraugu (skautuð gler).

 

Metin er geta bæði samvísunar (convergence) og frávísunar augna (divergence) en þetta eru mikilvægar hreyfingar við lestur og þegar er horft t.d. af bók upp á töflu og í ýmsum íþróttum þegar fylgjast þarf með á skjótan hátt því sem gerist nær og fjær og til hliðar í umhverfinu. 

Í raun er rangeygði oftast ekki augnvöðvavandamál heldur liggur vandamálið í samvinnu augna og heila sem gerir augvöðvunum ókleift að sinna hlutverki sínu því að beita augunum saman. Ytri augnvöðvarnir eru tólf og þarf að samhæfa hreyfingar þeirra og sjónstillingarvöðvans sem stundum vinnur með þeim ytri. 

 

Tegund rangeygði flokkuð eftir stefnu:

- Exotropia - fráeygð - annað augað vísar út á við (til hliðar).

- Esotropa - tileygð - annað augað vísar að nefi (inn á við).

- Hypertropia/Hypotropia - annað augað vísar upp eða niður.

Meðferð: 

- Stundum hjálpar að nota gleraugu sem leiðrétta sjónlag sem gerir heilanum kleift að nota augun saman.

- Sjónþjálfun snýst um það að kenna heilanum að beita augum saman. 

- Stundum þarf að leiðrétta með aðgerð stöðu vöðva til að gera heila kleift að nýta augun.

2M0A2458.JPG
bottom of page