Amblyopia - latt auga :
Þá er um að ræða verri sjón á öðru auga þrátt fyrir besta gleraugnastyrk. Latt auga getur orsakast af :
-Rangeygði - þá verður augað latt sem ekki er notað.
-Mismunandi sjónlagi (anisometropia) - þá verður það auga latt sem erfiðara er að beita. T.d. annað augað lítið fjarsýnt og hitt mikið fjarsýnt.
-Truflun á leið ljóss í gegnum glæru og augastein. Mött glæra eða ský á augasteini (sjaldgæft).
Meðferð:
Lepp meðferð: Þá er settur leppur fyrir góða augað, til að örva lata augað. Leppurinn getur verið alveg mattur, hálf mattur, eða nokkuð gegnsær (transparent). Stundum duga gleraugu sem leiðrétta fyrir mismun á milli augna og þá er stundum beitt sjónþjálfun til að örva lata augað. Ef mikill munur er í sjónlagi á milli augna getur mismunandi stærð myndarinnar á sjónstöðvum orsakað óþægilega skynjun. Möguleiki er að velja sérstaka glergerð sem auðveldar fólki að láta myndir í heilanum renna saman í eina. (t.d Shaw gler (www.shawlens.com). Hægt er líka að nota snertilinsur. Sjónþjálfun hjá þessum einstaklingum gengur út á það sem á ensku kallast neuro-feedback sem mætti kalla á íslensku tauga - viðbragðssvar. (Áreiti orsakar örvun á taugafrumu og svo taugasvari). Ýmsum aðferðum er beitt til þess sem þjálfar heilann að nýta augun saman. Stundum er notast við tölvuleik sem krefst gagnvirkni og leiki sem auka vitund og nýtingu beggja augna. Ýmis gler, prismar, og litaðar síur (filters) eru notuð til að bæta sjón og samvinnu augna.
Að fyrirbyggja latt auga:
-Fjölskyldusaga, oft er saga um latt auga hjá eldri systkynum eða foreldum.
- Mjög mikilvæg er augnskoðun heilsugæsluhjúkrunarfræðinga við þroskamat á fjórða ári og í byrjun skólagöngu til að skima fyrir sjóngöllum. Við þessa skoðun greinast margir þeir sem hafa latt auga eða tilhneigingu til að fá latt auga vegna rangeygði og sjónlagsgalla. Hinsvegar er við þessa skoðun ekki metin samsjón né margir aðrir þættir sjónúrvinnslu.